Velkomin á heimasíðu KVARTZ

Við sérhæfum okkur í markaðsráðgjöf og viðburðastjórnun fyrir fyrirtæki sem vilja ná betri árangri í markaðsstarfi og meiri sýnileika. Við miðlum af áralangri reynslu við val á auglýsingamiðlum, sýnileika á samfélagsmiðlum, viðburðastjórnun og greiningu markhópa, svo fátt eitt sé nefnt.

Fyrirtæki geta leitað til Kvartz um ráðgjöf á sviði markaðsmála hvort sem um ræðir einstaka verkefni fyrir vöru eða þjónustu, eða heilsteypta markaðsáætlun sérsniðna að þörfum viðskiptavinar.

MARKAÐSRÁÐGJÖF – SAMFÉLAGSMIÐLAR – VIÐBURÐIR – LEITARVÉLAR – AUGLÝSINGAR – FRAMLEIÐSLA  – NÁMSKEIÐ

Verkefni KVARTZ eru skemmtileg og fyrirtækin fjölbreytt. Við vinnum náið með hæfileikaríkum hönnuðum, ljósmyndurum, stílistum og framleiðsluteymum sem kappkosta við að hanna með okkur eftirtektavert og vandað efni fyrir samfélagsmiðla, útvarp, blöð og net.

Við höldum utan um birtingar á samfélagsmiðlum, setjum upp árangursríkar herferðir, vinnum með áhrifavöldum, sinnum efnissköpun og markhópagreiningu, ásamt því að skipuleggja flotta viðburði svo fátt eitt sé nefnt.

Einnig höfum við haldið sérsniðin og sölu og þjónustunámskeið fyrir fyrirtæki þar sem við tökum m.a fyrir sölutækni, sölustjórnun, viðhorf, tækifæri ofl.

MEÐMÆLI