
ChitoCare beautyChitoCare beauty

KVARTZ vann með ChitoCare beauty að myndatöku og viðburðum fyrir nýja anti-aging vörulínu sem kom á markað í mars 2024. Farið var í glæsilega myndatöku með Kára Sverris ljósmyndara. Þar að auki voru haldnir tveir viðburðir í Hörpu, fyrir áhrifavalda annars vegar og starfsfólk verslana hinsvegar.
ChitoCare beauty fagnaði nýrri vörulínu með herferð á helstu miðlum. Efnið sem KVARTZ vann að með Kára Sverris var framleitt til birtinga á öllu helstu miðlum, samfélagsmiðlum, umhverfisskiltum og prentmiðlum.
KVARTZ sá alfarið um hugmyndavinnu, verkefnastjórn og uppsetningu á viðburðunum tveimur og í myndatökunni.